Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 16:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það skipta öllu máli fyrir sitt lið að búa að góðum stuðningi í komandi undankeppni HM eigi liðið að ná markmiðum sínum. Stuðningsmenn Ísland geti hjálpað liðinu gríðarlega. Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira