Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 16:13 Héraðsdómur Reykjavíkur Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill
Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira