Stækka hótelveldið á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 10:14 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir á tæplega helming í JAE ehf. sem bætir við sig 74 herbergjum á Selfossi. Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Félagið er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar. Ingibjörg er stór fasteignaeigandi, sérstaklega neðst á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur þar sem er meðal annars að finna 101 hótel í hennar eigu. Aðalsteinn starfar sem framkvæmdastjóri vinnustofu Kjarvals í Austurstræti en hefur um leið stækkað eignasafn sitt í hótelbransanum á Suðurlandi. Hann er ættaður af Eskifirði en hann er barnabarn Aðalsteins Jónssonar, betur þekktur sem Alli ríki. JAE ehf. má með sanni kalla hótelveldi á Suðurlandi. Það rekur nú þegar Hótel Selfoss og Hótel Vestmannaeyjar, ásamt fasteignum sem tengjast þeim rekstri. Um er að ræða hótelstarfsemi með samtals yfir 300 herbergi á Suðurlandi. Auk þess leigir JAE út íbúðir og einbýlishús í Vestmannaeyjum, sem hluta af starfsemi sinni. Með þessum nýju kaupum nemur heildarfermetrafjöldi fasteigna í eigu félagsins um 16 þúsund fermetrum. Björgvin Jóhannesson hótelstjóri Hótel Selfoss mun einnig verða hótelsstjóri fyrir Hótel South Coast. „Þessi kaup eru í samræmi við trú eigenda á því að ferðaþjónustan á Suðurlandi muni halda áfram að styrkjast á komandi árum,“ segir Aðalsteinn í tilkynningu. „Við munum áfram leita tækifæra á þessu svæði sem styðja við langtímaáætlanir okkar og vöxt.“ Ferðaþjónusta Árborg Hótel á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Félagið er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar. Ingibjörg er stór fasteignaeigandi, sérstaklega neðst á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur þar sem er meðal annars að finna 101 hótel í hennar eigu. Aðalsteinn starfar sem framkvæmdastjóri vinnustofu Kjarvals í Austurstræti en hefur um leið stækkað eignasafn sitt í hótelbransanum á Suðurlandi. Hann er ættaður af Eskifirði en hann er barnabarn Aðalsteins Jónssonar, betur þekktur sem Alli ríki. JAE ehf. má með sanni kalla hótelveldi á Suðurlandi. Það rekur nú þegar Hótel Selfoss og Hótel Vestmannaeyjar, ásamt fasteignum sem tengjast þeim rekstri. Um er að ræða hótelstarfsemi með samtals yfir 300 herbergi á Suðurlandi. Auk þess leigir JAE út íbúðir og einbýlishús í Vestmannaeyjum, sem hluta af starfsemi sinni. Með þessum nýju kaupum nemur heildarfermetrafjöldi fasteigna í eigu félagsins um 16 þúsund fermetrum. Björgvin Jóhannesson hótelstjóri Hótel Selfoss mun einnig verða hótelsstjóri fyrir Hótel South Coast. „Þessi kaup eru í samræmi við trú eigenda á því að ferðaþjónustan á Suðurlandi muni halda áfram að styrkjast á komandi árum,“ segir Aðalsteinn í tilkynningu. „Við munum áfram leita tækifæra á þessu svæði sem styðja við langtímaáætlanir okkar og vöxt.“
Ferðaþjónusta Árborg Hótel á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira