Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2025 17:13 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Play hafði í júlí varað við líklegu tveggja milljarða króna tapi á ársfjórðungnum í afkomuviðvörun. Vísað var til gengisáhrifa vegna styrkingar íslensku krónunnar, óvænts viðhalds flugvélar auk þess sem Bandaríkjamarkaður skilaði minni árangri en reiknað hafði verið með. Tap flugfélagsins var um helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu til Kauphallar segir að handbært fé Play sé nú 11,9 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega einn og hálfur milljarður króna. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir markvisst unnið í að færa leiðarkerfi Play yfir í sólarlandaáætlun og undirstöðu hafi verið lagðar fyrir stöðugri tekjugrunn í formi langtímaleigusamninga á hluta flotans. „Mikilvægast er að við höfum stigið ákveðin skref til að styðja við breytingar á rekstri félagsins. Í júlí tryggðum við 20 milljónir USD í nýtt fjármagn í gegnum skuldabréfaútboð með breytirétti, með öflugum stuðningi stærstu hluthafa og fagfjárfesta. Þetta styrkir ekki aðeins fjárhagsstöðu okkar heldur sýnir einnig áframhaldandi traust á stefnu og framtíð PLAY.“ Breytingum á viðskiptalíkani Play verði að fullu lokið í lok október, en þá verði fjórar flugvélar í rekstri frá Íslandi. Leigusamningar séu í gildi fyrir fimm af þeim sex flugvélum sem eftir eru, sem styðji við betri nýtingu flotans og tekjumyndun allt árið um kring. „Með því að vera einungis með flugrekstrarleyfi á Möltu mun rekstrarkostnaðru lækka talsvert. Framvirkar einingartekjur halda áfram að vera sterkar og langtímasamningar um leiguverkefni veita stöðugar tekjur utan háannatíma,“ segir í tilkynningu. „Gert er ráð fyrir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og í fyrra, þrátt fyrir tímabundna viðgerðarstöðvum á vélum. Búist er við minni taprekstri yfir vetrartímann, sem mun bæta niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2025 og fyrsta ársfjórðungs 2026 um allt að 25 milljónir USD. Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Play hafði í júlí varað við líklegu tveggja milljarða króna tapi á ársfjórðungnum í afkomuviðvörun. Vísað var til gengisáhrifa vegna styrkingar íslensku krónunnar, óvænts viðhalds flugvélar auk þess sem Bandaríkjamarkaður skilaði minni árangri en reiknað hafði verið með. Tap flugfélagsins var um helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu til Kauphallar segir að handbært fé Play sé nú 11,9 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega einn og hálfur milljarður króna. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir markvisst unnið í að færa leiðarkerfi Play yfir í sólarlandaáætlun og undirstöðu hafi verið lagðar fyrir stöðugri tekjugrunn í formi langtímaleigusamninga á hluta flotans. „Mikilvægast er að við höfum stigið ákveðin skref til að styðja við breytingar á rekstri félagsins. Í júlí tryggðum við 20 milljónir USD í nýtt fjármagn í gegnum skuldabréfaútboð með breytirétti, með öflugum stuðningi stærstu hluthafa og fagfjárfesta. Þetta styrkir ekki aðeins fjárhagsstöðu okkar heldur sýnir einnig áframhaldandi traust á stefnu og framtíð PLAY.“ Breytingum á viðskiptalíkani Play verði að fullu lokið í lok október, en þá verði fjórar flugvélar í rekstri frá Íslandi. Leigusamningar séu í gildi fyrir fimm af þeim sex flugvélum sem eftir eru, sem styðji við betri nýtingu flotans og tekjumyndun allt árið um kring. „Með því að vera einungis með flugrekstrarleyfi á Möltu mun rekstrarkostnaðru lækka talsvert. Framvirkar einingartekjur halda áfram að vera sterkar og langtímasamningar um leiguverkefni veita stöðugar tekjur utan háannatíma,“ segir í tilkynningu. „Gert er ráð fyrir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og í fyrra, þrátt fyrir tímabundna viðgerðarstöðvum á vélum. Búist er við minni taprekstri yfir vetrartímann, sem mun bæta niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2025 og fyrsta ársfjórðungs 2026 um allt að 25 milljónir USD. Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira