Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 16:12 Donald Trump og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann. Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann.
Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira