Íslenski boltinn

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári er mættur í Kópavoginn.
Kári er mættur í Kópavoginn. HK

Kári Gautason er genginn til liðs við Lengjudeildarlið HK sem er í baráttu um sæti í Bestu deildinni að ári. Kári kemur frá uppeldisfélagi sínu KA sem er í fallbaráttu í Bestu deildinni.

Kári var í ágætlega stóru hlutverki á síðustu leiktíð og kom til að mynda við sögu í öllum leikjum liðsins á leið þess að bikarmeistaratitlinum. Í ár er sagan önnur. Hefur leikmaðurinn aðeins komið við sögu í sjö deildar- og bikarleikjum.

Bakvörðurinn hefur því ákveðið að færa sig tímabundið um set og semur við HK á láni út leiktíðina.

HK situr í 5. sæti 1. deildar en þó aðeins fimm stigum á eftir toppliði ÍR. Liðið í 1. sæti fer beint upp í Bestu deildina á meðan liðin í 2. til 5. sæti fara í umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×