Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar 4. ágúst 2025 14:01 Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun