Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2025 20:03 Keppnin fór fram í stórum drullupolli á Flúðum og var einstaklega skemmtileg og spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum. Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira