„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:05 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira