Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 12:07 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er með málið á sínu borði. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega. Um er að ræða ljósmynd sem eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist fyrst í Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi. Hún var birt af aðgangi sem siglir undir fölsku flaggi og var stofnaður í maí. Lögregla deildi myndinni á Facebook síðu sinni í gær í þeirri von að fá upplýsingar um fjóra menn sem voru staðnir að því í upptöku öryggismyndavélar að stela milljóna króna virði af dísilolíu á lóð flutningafyrirtækis á Laugarnesi. Mikið ósamræmi er á upptökunni og ljósmyndinni sem var dreift. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Til að mynda sést ansi vel að einn mannanna hafi verið klæddur í gráa hettupeysu og að hann hafi borið svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Samanurð má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Óska eftir andrými til að kanna hvaðan myndefnið kemur Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er með málið á sínu borði. „Við fengum síðan veður af því núna í morgun að henni væri mögulega breytt með hjálp gervigreindar. Það er til skoðunar hjá okkur núna. Við erum bara á fullu að kanna hver uppruni myndarinnar er.“ Spurður hvernig umrædd ljósmynd blasi við honum og hvort það þyki ekki augljóst að búið sé að eiga við hana með einum eða öðrum hætti segist Unnar ekki tilbúinn að vera með yfirlýsingar um myndefnið á meðan það er til skoðunar. „Okkur langar því að fá tíma í það aðeins að finna út úr því hvaðan myndefnið kemur.“ Hvernig getur það ekki legið fyrir hvaðan myndefnið kemur? „Eins og ég segi, ég get ekki upplýst um það hvaðan myndefnið kemur. Við erum að skoða það núna og viljum fá smá andrými til þess.“ Reikningurinn var stofnaður í maí og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi. Skjáskot Nú sé rætt við þá einstaklinga sem þekki til málsins. „Við erum að skoða það myndefni sem við erum með til að reyna átta okkur á því hvað hefur gerst og munum vera að því eitthvað fram á daginn.“ Má líta á þetta sem alvarlegt eða óheppilegt mál? „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða hjá okkur. Hvert þetta leiðir okkur. Að þessi mynd hafi komið út með þessum hætti. Við þurfum að gefa okkur tíma til að átta okkur á því hvert þetta mun leiða okkur.“ Fréttastofa ræddi við Unnar í morgun. Rétt fyrir klukkan tólf sendi lögregla frá sér yfirlýsingu þar sem dreifing myndarinnar er hörmuð. Lögregla biðst afsökunar og viðurkennir að myndin hafi ekki verið sannreynd áður en henni var dreift. Verklag lögreglu verði tekið til endurskoðunar. Þá þurfi allir að hafa varann á því aukin hætta sér á falsfréttum og röngum sakargiftum með tilkomu gervigreindar. Lögregla sé ekki undanskilin. Fölsk mynd fór í umferð vegna mistaka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst einlæglega afsökunar á að hafa dreift mynd sem breytt hafði verið með notkun gervigreindar. Myndin var send út í tengslum við yfirstandandi rannsókn á eldsneytisþjófnaði í borginni. Umrætt myndefni, gaf ekki rétta mynd af útliti einstaklinganna sem óskað var upplýsinga um og hefur myndin þegar verið fjarlægð af öllum miðlum lögreglu. Réttri mynd verður í kjölfarið komið til fjölmiðla og þess óskað að þeir fjarlægi myndina sem átt hafði verið við eða komi því ellegar skýrt til skila að hún sé fölsuð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að almenningur geti treyst öllu því sem hún sendir frá sér. Nauðsynlegt hefði verið að sannreyna myndefnið með fullnægjandi hætti áður en því var dreift í tengslum við rannsókn lögreglu. Við skoðun er augljóst að öryggismyndavél í þessari fjarlægð hefði ekki getað skilað jafn skýrum myndum. Þetta þekkir lögreglan vel sem vinnur með slíkt myndefni á hverjum degi. Verklag embættisins verður tekið til endurskoðunar í kjölfarið á þessu máli með það fyrir augum að það endurtaki sig ekki. Ljóst er að tilkoma gervigreindar hefur í för með sér aukna hættu á ýmis konar fölsunum, falsfréttum og röngum sakargiftum og þurfa allir að hafa varann á gagnvart slíku athæfi. Þar er lögreglan ekki undanskilin. „Það er bara alvarlegt í sjálfu sér“ Eins og áður segir var umræddri mynd dreift af öllum helstu fjölmiðlum Íslands og þar með töluverður fjöldi sem hefur barið hana augum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir um alvarlegt mál að ræða. „Án þess að ég sé að leggja mat á þessa einstöku ljósmynd. Þá er bara mikilvægt að allir geti treyst því, almenningur sem fjölmiðlar, að allar upplýsingar sem koma frá lögreglu séu réttar og sannar. Í rauninni bara það að það ríki efi meðal almennings um þessa einstöku mynd og sannleiksgildi hennar. Það er bara alvarlegt í sjálfu sér. Ég treysti því að lögreglan taki því alvarlega.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/Vilhelm „Gervigreindin er farin að hafa mikil áhrif á vinnslu og miðlun upplýsinga. Það er svo mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því hve auðvelt það er að eiga við ljósmyndir og myndbönd. Það er mikilvægt að vita hvaðan upplýsingarnar koma. Þar kemur mikilvægi fjölmiðla og blaðamennsku sem sannreyna upplýsingar,“ segir Sigríður. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í gervigreind, er meðal þeirra sem veltir dreifingu myndarinnar fyrir sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig lögreglan virðist nýta sér svokallaða ofurupplausnar (e. superresolution) tækni til að skýra myndir af meintum afbrotamönnum,“ segir Hafsteinn í færslu á Facebook. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá að þessi aðferð er mjög varasöm. Myndin í hærri upplausn er túlkun gervigreindar og alls ekki öruggt að hún sýni raunverulegt útlit mannsins enda bætist við gullkeðja og klæðnaðurinn breytist. Það er í raun hætta á að saklaust fólk verði fyrir rangri ásökun eða jafnvel handtekið vegna svona myndbirtingar. Þetta er óábyrg notkun á tækni.“ Hann deilir nýlegri umfjöllun The Verge og minnir á að slíkar gervigreindarlausnir geti verið litaðar af kerfisbundnum bjaga. „Gott dæmi um þetta má sjá hér, þar sem óskýrri mynd af Barack Obama er breytt í mynd af hvítum manni. Þetta sýnir vel hversu óáreiðanleg þessi tækni getur verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Olíuþjófnaður Lögreglan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Um er að ræða ljósmynd sem eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist fyrst í Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi. Hún var birt af aðgangi sem siglir undir fölsku flaggi og var stofnaður í maí. Lögregla deildi myndinni á Facebook síðu sinni í gær í þeirri von að fá upplýsingar um fjóra menn sem voru staðnir að því í upptöku öryggismyndavélar að stela milljóna króna virði af dísilolíu á lóð flutningafyrirtækis á Laugarnesi. Mikið ósamræmi er á upptökunni og ljósmyndinni sem var dreift. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Til að mynda sést ansi vel að einn mannanna hafi verið klæddur í gráa hettupeysu og að hann hafi borið svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Samanurð má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Óska eftir andrými til að kanna hvaðan myndefnið kemur Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er með málið á sínu borði. „Við fengum síðan veður af því núna í morgun að henni væri mögulega breytt með hjálp gervigreindar. Það er til skoðunar hjá okkur núna. Við erum bara á fullu að kanna hver uppruni myndarinnar er.“ Spurður hvernig umrædd ljósmynd blasi við honum og hvort það þyki ekki augljóst að búið sé að eiga við hana með einum eða öðrum hætti segist Unnar ekki tilbúinn að vera með yfirlýsingar um myndefnið á meðan það er til skoðunar. „Okkur langar því að fá tíma í það aðeins að finna út úr því hvaðan myndefnið kemur.“ Hvernig getur það ekki legið fyrir hvaðan myndefnið kemur? „Eins og ég segi, ég get ekki upplýst um það hvaðan myndefnið kemur. Við erum að skoða það núna og viljum fá smá andrými til þess.“ Reikningurinn var stofnaður í maí og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi. Skjáskot Nú sé rætt við þá einstaklinga sem þekki til málsins. „Við erum að skoða það myndefni sem við erum með til að reyna átta okkur á því hvað hefur gerst og munum vera að því eitthvað fram á daginn.“ Má líta á þetta sem alvarlegt eða óheppilegt mál? „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða hjá okkur. Hvert þetta leiðir okkur. Að þessi mynd hafi komið út með þessum hætti. Við þurfum að gefa okkur tíma til að átta okkur á því hvert þetta mun leiða okkur.“ Fréttastofa ræddi við Unnar í morgun. Rétt fyrir klukkan tólf sendi lögregla frá sér yfirlýsingu þar sem dreifing myndarinnar er hörmuð. Lögregla biðst afsökunar og viðurkennir að myndin hafi ekki verið sannreynd áður en henni var dreift. Verklag lögreglu verði tekið til endurskoðunar. Þá þurfi allir að hafa varann á því aukin hætta sér á falsfréttum og röngum sakargiftum með tilkomu gervigreindar. Lögregla sé ekki undanskilin. Fölsk mynd fór í umferð vegna mistaka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst einlæglega afsökunar á að hafa dreift mynd sem breytt hafði verið með notkun gervigreindar. Myndin var send út í tengslum við yfirstandandi rannsókn á eldsneytisþjófnaði í borginni. Umrætt myndefni, gaf ekki rétta mynd af útliti einstaklinganna sem óskað var upplýsinga um og hefur myndin þegar verið fjarlægð af öllum miðlum lögreglu. Réttri mynd verður í kjölfarið komið til fjölmiðla og þess óskað að þeir fjarlægi myndina sem átt hafði verið við eða komi því ellegar skýrt til skila að hún sé fölsuð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að almenningur geti treyst öllu því sem hún sendir frá sér. Nauðsynlegt hefði verið að sannreyna myndefnið með fullnægjandi hætti áður en því var dreift í tengslum við rannsókn lögreglu. Við skoðun er augljóst að öryggismyndavél í þessari fjarlægð hefði ekki getað skilað jafn skýrum myndum. Þetta þekkir lögreglan vel sem vinnur með slíkt myndefni á hverjum degi. Verklag embættisins verður tekið til endurskoðunar í kjölfarið á þessu máli með það fyrir augum að það endurtaki sig ekki. Ljóst er að tilkoma gervigreindar hefur í för með sér aukna hættu á ýmis konar fölsunum, falsfréttum og röngum sakargiftum og þurfa allir að hafa varann á gagnvart slíku athæfi. Þar er lögreglan ekki undanskilin. „Það er bara alvarlegt í sjálfu sér“ Eins og áður segir var umræddri mynd dreift af öllum helstu fjölmiðlum Íslands og þar með töluverður fjöldi sem hefur barið hana augum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir um alvarlegt mál að ræða. „Án þess að ég sé að leggja mat á þessa einstöku ljósmynd. Þá er bara mikilvægt að allir geti treyst því, almenningur sem fjölmiðlar, að allar upplýsingar sem koma frá lögreglu séu réttar og sannar. Í rauninni bara það að það ríki efi meðal almennings um þessa einstöku mynd og sannleiksgildi hennar. Það er bara alvarlegt í sjálfu sér. Ég treysti því að lögreglan taki því alvarlega.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/Vilhelm „Gervigreindin er farin að hafa mikil áhrif á vinnslu og miðlun upplýsinga. Það er svo mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því hve auðvelt það er að eiga við ljósmyndir og myndbönd. Það er mikilvægt að vita hvaðan upplýsingarnar koma. Þar kemur mikilvægi fjölmiðla og blaðamennsku sem sannreyna upplýsingar,“ segir Sigríður. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í gervigreind, er meðal þeirra sem veltir dreifingu myndarinnar fyrir sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig lögreglan virðist nýta sér svokallaða ofurupplausnar (e. superresolution) tækni til að skýra myndir af meintum afbrotamönnum,“ segir Hafsteinn í færslu á Facebook. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá að þessi aðferð er mjög varasöm. Myndin í hærri upplausn er túlkun gervigreindar og alls ekki öruggt að hún sýni raunverulegt útlit mannsins enda bætist við gullkeðja og klæðnaðurinn breytist. Það er í raun hætta á að saklaust fólk verði fyrir rangri ásökun eða jafnvel handtekið vegna svona myndbirtingar. Þetta er óábyrg notkun á tækni.“ Hann deilir nýlegri umfjöllun The Verge og minnir á að slíkar gervigreindarlausnir geti verið litaðar af kerfisbundnum bjaga. „Gott dæmi um þetta má sjá hér, þar sem óskýrri mynd af Barack Obama er breytt í mynd af hvítum manni. Þetta sýnir vel hversu óáreiðanleg þessi tækni getur verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu lögreglu.
Fölsk mynd fór í umferð vegna mistaka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst einlæglega afsökunar á að hafa dreift mynd sem breytt hafði verið með notkun gervigreindar. Myndin var send út í tengslum við yfirstandandi rannsókn á eldsneytisþjófnaði í borginni. Umrætt myndefni, gaf ekki rétta mynd af útliti einstaklinganna sem óskað var upplýsinga um og hefur myndin þegar verið fjarlægð af öllum miðlum lögreglu. Réttri mynd verður í kjölfarið komið til fjölmiðla og þess óskað að þeir fjarlægi myndina sem átt hafði verið við eða komi því ellegar skýrt til skila að hún sé fölsuð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að almenningur geti treyst öllu því sem hún sendir frá sér. Nauðsynlegt hefði verið að sannreyna myndefnið með fullnægjandi hætti áður en því var dreift í tengslum við rannsókn lögreglu. Við skoðun er augljóst að öryggismyndavél í þessari fjarlægð hefði ekki getað skilað jafn skýrum myndum. Þetta þekkir lögreglan vel sem vinnur með slíkt myndefni á hverjum degi. Verklag embættisins verður tekið til endurskoðunar í kjölfarið á þessu máli með það fyrir augum að það endurtaki sig ekki. Ljóst er að tilkoma gervigreindar hefur í för með sér aukna hættu á ýmis konar fölsunum, falsfréttum og röngum sakargiftum og þurfa allir að hafa varann á gagnvart slíku athæfi. Þar er lögreglan ekki undanskilin.
Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Olíuþjófnaður Lögreglan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira