Erlent

Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viður­kenna sjálf­stæði Palestínu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada.
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada. EPA

Kanada er nú komið í hóp þeirra ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þetta tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra í kvöld.

Kanadamenn hafa ákveðið að fylgja í fótspor Frakka og Breta og viðurkenna sjálfstæði Palestínu á þingi Sameinuðu þjóðanna í september. Carney sagði samt sem áður að viðurkenningin væri byggð á ákveðnum skilyrðum, svo sem að Palestínubúar myndu gera grundvallarbreytingar á stjónarháttum sínum og haldi almennar kosningar árið 2026, án Hamas.

Carney sagði Kanada styðja tveggja ríkja lausnina en sagði þá lausn „ekki lengur haldbæra.“ Hann varð fyrir miklum þrýstingi heima fyrir að tjá sig um málefni Palestínu samkvæmt BBC. Tæplega tvö hundruð kanadískir embættismenn og diplómatar skrifuðu undir undir undirskriftarlista sem hvöttu forsætisráðherrann til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.

Er hann tilkynnti ákvörðun sín talaði hann einnig um ástandið á Gasa og sagði „þjáningar mannkynsins á Gasa eru óbærilegar og þær eru að versna hratt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×