„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2025 20:49 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í fyrri leiknum í Póllandi. EPA/Jakub Kaczmarczyk „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
„Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira