„Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júlí 2025 17:39 Grétar Örn leiðsögumaður aðstoðaði mann sem átti fasta bíla uppi á hálendinu. Samsett Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar. Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar.
Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira