Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2025 21:45 Jarðgangastoppið á Íslandi hefur staðið yfir í fimm ár eða frá opnun Dýrafjarðarganga haustið 2020. Önnur fimm ár gætu liðið þar til byrjað verður að grafa fyrir næstu göngum. Hafþór Gunnarsson Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21