Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2025 19:11 Grétar segir að kirkjuverðir séu oft látnir heyra það. Samsett Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það. Sumar íslenskar kirkjur eru orðnar miklu meira en bara kirkjur. Þær eru orðnar að ferðamannastöðum. Og það getur reynst þrautinni þyngri að flétta hefðbundnum helgistörfum í þeim kirkjum saman við mikinn áhuga ferðamanna. Þetta er raunin í Víkurkirkju í Mýrdal en greint var frá því í dag að þar hafi komið fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja útfarir í kirkjunni. Þar hefur ágengni ferðamanna gengið svo langt að björgunarsveitir sinna lokun við veg að kirkjunni á meðan útförum stendur. Heitar tilfinningar hjá ferðamönnum sem dvelja stutt Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, þeirri kirkju sem tekur við flestum fjölda ferðamanna á Íslandi, segir ferðamönnum geta fylgt mikil áskorun. „Við erum fyrst og fremst kirkja, þannig að helgihald og athafnir ganga alltaf fyrir öllu öðru. En þetta getur alveg verið áskorun. Þetta er gríðarlegur fjöldi af fólki sem hingað kemur, við erum að tala um hundruði þúsunda.“ Ýmist sé kirkjunni allri lokað þegar helgihald sé í gangi eða þá einungis kirkjuskipinu og segir Grétar það misjafnt hve tilbúnir ferðamenn séu í að hlýta lokuninni. „Það kemur alveg fyrir að túristar séu að lauma sér inn í athafnir, það er brúðkaup og ansi oft útfarir. Það er þannig að við erum með dyravörslu þegar við lokum allri kirkjunni og líka þegar við þurfum að loka kirkjuskipinu, þannig að við sigtum inn.“ Þá hefur Grétar sjálfur staðið í dyravörslu og segir heitar tilfinningar oft ráða för hjá ferðamönnum, sem hann tekur þó fram að hagi sér upp til hópa vel. „Ýmis samskipti þar sem dvelja svolítið með manni og eru erfið þegar þau koma, því eins og ég segi áreitið er gríðarlegt. Orðaskipti sem kannski eru ekki í hvorki guðs húsi né siðaðra manna húsi boðleg og fingramál sem kannski er miður boðlegra.“ Hann segist þó hafa samúð með ferðafólki sem dvelji hér í stutta stund. „Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að margir ferðamenn sem koma í kirkju eru ekki bara að koma til að skoða kirkjuna, þeir eru líka að koma til að eiga sínar bænastund í kirkjunni eða eins og hér gerist með ljósberann skrifa niður sínar hugsanir eða eitthvað álíka.“ Ferðaþjónusta Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sumar íslenskar kirkjur eru orðnar miklu meira en bara kirkjur. Þær eru orðnar að ferðamannastöðum. Og það getur reynst þrautinni þyngri að flétta hefðbundnum helgistörfum í þeim kirkjum saman við mikinn áhuga ferðamanna. Þetta er raunin í Víkurkirkju í Mýrdal en greint var frá því í dag að þar hafi komið fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja útfarir í kirkjunni. Þar hefur ágengni ferðamanna gengið svo langt að björgunarsveitir sinna lokun við veg að kirkjunni á meðan útförum stendur. Heitar tilfinningar hjá ferðamönnum sem dvelja stutt Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, þeirri kirkju sem tekur við flestum fjölda ferðamanna á Íslandi, segir ferðamönnum geta fylgt mikil áskorun. „Við erum fyrst og fremst kirkja, þannig að helgihald og athafnir ganga alltaf fyrir öllu öðru. En þetta getur alveg verið áskorun. Þetta er gríðarlegur fjöldi af fólki sem hingað kemur, við erum að tala um hundruði þúsunda.“ Ýmist sé kirkjunni allri lokað þegar helgihald sé í gangi eða þá einungis kirkjuskipinu og segir Grétar það misjafnt hve tilbúnir ferðamenn séu í að hlýta lokuninni. „Það kemur alveg fyrir að túristar séu að lauma sér inn í athafnir, það er brúðkaup og ansi oft útfarir. Það er þannig að við erum með dyravörslu þegar við lokum allri kirkjunni og líka þegar við þurfum að loka kirkjuskipinu, þannig að við sigtum inn.“ Þá hefur Grétar sjálfur staðið í dyravörslu og segir heitar tilfinningar oft ráða för hjá ferðamönnum, sem hann tekur þó fram að hagi sér upp til hópa vel. „Ýmis samskipti þar sem dvelja svolítið með manni og eru erfið þegar þau koma, því eins og ég segi áreitið er gríðarlegt. Orðaskipti sem kannski eru ekki í hvorki guðs húsi né siðaðra manna húsi boðleg og fingramál sem kannski er miður boðlegra.“ Hann segist þó hafa samúð með ferðafólki sem dvelji hér í stutta stund. „Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að margir ferðamenn sem koma í kirkju eru ekki bara að koma til að skoða kirkjuna, þeir eru líka að koma til að eiga sínar bænastund í kirkjunni eða eins og hér gerist með ljósberann skrifa niður sínar hugsanir eða eitthvað álíka.“
Ferðaþjónusta Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira