„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2025 23:18 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns. Vísir/Bjarni Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira