Innlent

Tveir af þremur á­nægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“

Árni Sæberg skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir tilkynnti í ávarpi til þingheims að hún hefði ákveðið að beita „kjarnorkuákvæðinu“.
Þórunn Sveinbjarnardóttir tilkynnti í ávarpi til þingheims að hún hefði ákveðið að beita „kjarnorkuákvæðinu“. Vísir/Ívar Fannar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents eru 65 prósent landsmanna ánægðir með ákvörðun forseta Alþingis að beita svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að binda enda á umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, ákvað þann 11. júlí síðastliðinn að beita 71. grein þingskapalaga og leggja þannig fyrir þingið hvort ljúka ætti annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og greiða um það atkvæði. Ákvæðið hefur verið nefnt „kjarnorkuákvæðið“ og beiting þess var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni.

Skoðanakannannafyrirtækið Prósent lagði í kjölfar beitingarinnar að leggja könnun fyrir landann og kanna hug hans til ákvörðunar Þórunnar.

Í fréttatilkynningu frá Prósenti segir að eftirfarandi spurning hafi verið lögð fyrir handahófsvalinn hóp 1850 einstaklinga úr fimmtán þúsund manna könnunarhópi fyrirtækisins:

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefndu „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld?

Af þeim sem tóku afstöðu hafi 65 prósent sagst vera ánægð með ákvörðun forseta Alþingis um að beita ákvæðinu, 14 prósent hvorki ánægð né óánægð og 22 prósent óánægð.

Prósent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×