Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 11:03 Lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli með fíkniefnaleitarhund. Vísir/Arnar Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira