Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 08:36 Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta andað léttar í dag en mega eiga von á rigningu, súld og þokulofti. Vísir/Vilhelm Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn. Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn.
Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39