Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 08:36 Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta andað léttar í dag en mega eiga von á rigningu, súld og þokulofti. Vísir/Vilhelm Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn. Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn.
Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39