Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:01 Srdjan Tufegdzic situr með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar. Vísir/Diego „Ég ætla að segja að eftir fimm umferðir hafi allir verið búnir að afskrifa það að Valur væri eitthvað að fara að keppa við Breiðablik og Víking,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í síðasta þætti. Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stúkan Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Stúkan Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira