„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2025 22:46 Stanway í leiknum gegn í Svíþjóð. EyesWideOpen/Getty Images Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. „Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Sjá meira
„Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Sjá meira