Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 14:51 Lögreglunni hefur borist yfir hundrað tilkynningar það sem af er ári. Vísir/Arnar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. „Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“ Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“
Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira