Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:00 Guðni Kristinsson og félagar hjá 2Go Iceland hafa farið með ferðamenn að eldgosum á Reykjanesi undanfarin ár. Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira