Innlent

Ó­hollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuð­borgar­svæðinu og Akra­nesi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar á suðvesturhorninu ættu að vera varir um sig í dag.
Íbúar á suðvesturhorninu ættu að vera varir um sig í dag. Loftgæði.is

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem send var út núna í morgunsárið.

„Brennisteinsdíoxíð (SO2) mælist í magni sem er óhollt fyrir viðkvæma einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi,“ segir í tilkynningunin.

Þá er bent á ráðleggingar af vef Umhverfis- og orkustofnunar loftgaedi.is um viðbrögð við SO2 mengun vefna eldgoss:

„Farið með gát, fylgist með mælingum. Dragið úr áreynslu utandyra ef þið finnið fyrir einkennum. Ung börn eiga ekki að sofa úti í vagni. Eldri börn eiga ekki að reyna á sig utan dyra. Slökkvið á loftræstingu.“

Síðdegis í dag er gert ráð fyrir að bæta muni í vind, sem gæti dugað tli að minnka bæði mengun gosmóðu og brennisteinsdíoxíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×