Móðan gæti orðið langvinn Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 08:04 Svona er útsýni blaðamanns af Suðurlandsbraut í dag. Horft yfir Laugardalsvöll og Þróttarheimilið. Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira