Fréttir

Sungu svo falskt að lög­reglan var kölluð til

Agnar Már Másson skrifar
Atvikið átti sér stað í hverfi 105. Mynd úr safni af Grafarvog.
Atvikið átti sér stað í hverfi 105. Mynd úr safni af Grafarvog. Vísir/Vilhelm

Maður hafði samband við lögreglu í nótt til að tilkynna um partýhávaða og einkum falskan söng í Reykjavík. Lögregla mætti á vettvang og bað fólk um að geyma sönginn fyrir kristilegri tíma.

Í dagbók lögreglu með verkefnum frá kl. 17 til 5 kemur fram að tilkynningin hafi borist úr hverfi 113, sem eru Grafarholt, Reynisvatnsás og Úlfarsárdalur.

Tilkynnandi hafi tekið það sérstaklega fram hve falskur söngur veislugesta væri. 

„Lögregla svaraði kallinu og bað gestkomandi að hemja söngraddirnar og helst að geyma sönginn þar til í sturtunni, á kristilegri tíma,“ segir í dagbók lögreglu en málavöxtum er ekki lýst frekar.

Í dagbók lögreglu er er greint frá fleiri verkefnum, meðal annars tvo menn sem hafi verið að krota á veggi í Laugardal. Mennirnir hafi verið handteknir og skýrslur teknar af þeim. Þeir eigi síðan von á kæru vegna eignaspjalla fyrir veggjakrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×