Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2025 22:32 Dagmar segir eigendur fyrirtækja í Grindavík hafa fengið nóg. Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55