Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2025 11:31 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40