Innlent

Þrjú mál á dag­skrá á síðasta þingfundinum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þingið fer í sumarfrí eftir að gengið hefur verið frá málum dagsins.
Þingið fer í sumarfrí eftir að gengið hefur verið frá málum dagsins. Vísir/Sigurjón

Þingfundur hefst klukkan 10 á Alþingi þar sem til stendur að ljúka þingstörfum fyrir sumarfrí.

 Á meðal mála sem stendur til að ljúka að ræða og ganga til atkvæðagreiðslu um er hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar en um ekkert mál hefur verið rætt meira í þingsal. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hjó loks á hnútinn fyrir helgi þegar hún beitti 71. grein þingskaparlaga í fyrsta sinn í marga áratugi, sem geriri meirihlutanum kleift að ljúka umræðu um mál og knýja fram atkvæðagreiðslu. 

Tvö önnur mál eru á dagskrá; fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2040 og frumvarp um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×