Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar 12. júlí 2025 17:31 Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílpróf Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun