Innlent

Fyrsta sjálf­virka bílaþvottastöðin opnuð á Sel­fossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ingunn Svala Leifsdóttir, forstjóri Olís við nýju bílaþvottastöðina, sem var formlega opnuð klukkan 11:30 í morgun.
Ingunn Svala Leifsdóttir, forstjóri Olís við nýju bílaþvottastöðina, sem var formlega opnuð klukkan 11:30 í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi í morgun þegar fyrsta sjálfvirka þvottastöðin fyrir bíla var opnuð formlega en um er að ræða Glans þvottastöð í eigu Olís.

Það voru þau Ingunn Svala Leifsdóttir forstjóri Olís og Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, sem opnuðu stöðina formlega með borðaklippingu.

Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ingunn Svala Leifsdóttir, forstjóri Olís klipptu á borða og opnuðu þannig formlega nýju og fyrstu sjálfvirku bílaþvottastöðina á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við erum gríðarlega stolt af þessari nýju stöð, sem er mjög vel tækjum búin og fer einstaklega vel með lakkið á bílum. Hún er líka umhverfisvænni heldur en aðrir kostir því það fer minna af spilliefni út í umhverfið en á öðrum stöðvum“, segir Ingunn Svala og bætir við.

„Ég er með það 100 prósent á hreinu að þessi nýja stöð á eftir að slá í gegn hér á Selfossi og á Suðurlandinu öllu. Þetta er stöð númer tvö, sem við opnum en við munum opna þrjár aðrar sambærilegar stöðvar fyrir lok árs“.

Birgitta Sævarsdóttir, verslunarstjóri Olís á Selfossi ræður sér ekki yfir kæti með nýju bílaþvottastöðina. Hjá Olís á staðnum vinna um 30 manns. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýja sjálvirka bílaþvottastöðin hjá Olís á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Kjartan Eyjólfsson söngvari Stuðlabandsins söng nokkur létt og skemmtileg lög við opnun nýju stöðvarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Boðið var upp á glæsilegar veitingar við opnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×