Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 21:46 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/arnar Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“ Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“
Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira