Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2025 10:01 Þórunn beitt ákvæðinu í gær, en bæði Sigmundur og Egill höfðu kallað það „kjarnorkuákvæði“ áður en núverandi umræða hófst. Vísir/Vilhelm/Anton Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti atkvæðinu í gærmorgun vegna langrar umræðu um Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kaus þingheimur með tillögunni. 34 kusu með og 20 á móti. Stjórnarandstaðan hafði áður en ákvæðinu var beitt í gær, og nú í kjölfar þess, gagnrýnt meirihlutann harðlega. Talað hefur verið um 71. greinina sem „kjarnorkuákvæðið“, og hefur það hugtak vakið nokkurra athygli. „Skjaldborgin er að senda kjarnorkusprengju inn á Alþingi Íslendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísaði þar til ávarps Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í fyrradag þar sem hún sagði ríkisstjórnina ætla að vernda lýðræðið í landinu. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, var á öðru máli og sagði dapurlegt að greininni væri líkt við kjarnorku. „Og öllum þeim hryllingi sem kjarnorku hefur fylgt í gegnum áratugina og söguna. Yfir því er ég mjög dapur.“ Átti sjálfur þátt í að breiða út „orðskrípið“ Orðið „kjarnorkuákvæði“ var ekki notað í fyrsta skipti um 71. greinina í þeirri umræðu um veiðigjöldin sem nú stendur yfir. Egill Helgason, menningarpáfi, bendir á, í færslu á Facebook, að hann hafi sjálfur notað hugtakið vorið 2019 þegar Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann fram og til baka. „Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea Culpa,“ skrifar Egill og deilir skoðanagreininni Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins? sem birtist á Eyjunni. Í greininni benti Egill á að málþóf þekkist í bandarískum stjórnmálum, og að þaðan sé hugtakið líklega fengið, en vestanhafs er einnig til ákvæði sem knýir fram atkvæðagreiðslu sem kallast nuclear option eða kjarnorkumöguleikinn. Svarið sem Egill gaf fyrir því að „kjarnorkuákvæðinu“ væri ekki beitt var á þá leið að flokkarnir vildu ekki afsala sér því vopni í framtíðinni. Jafnframt sagði hann að með beitingu greinarinnar gætu þeir sem stæðu í málþófi, sem voru Miðflokksmenn í því tilfelli, litið út eins og píslarvottar sem væru þaggaðir niður í þinginu. Sigmundur sagði ákvæðið gróft fyrir þrettán árum Hægt er að finna enn eldri dæmi um „kjarnorkuákvæðið“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, notaði orðið í viðtali við Morgunblaðið í júní 2012, en þá var flokkur hans í minnihluta. Þegar viðtalið var tekið var uppi sú staða í stjórnmálunum að forsetakosningar voru á næsta leyti, eftir tólf daga, og mörgum þótti ótækt að þingið væri en starfrækt með svo stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur vildi að mál sem stjórnarnandstaðan var ekki sátt, en þar var meðal annars frumvarp um veiðigjöld, með færu ekki í gegn heldur myndi þingið koma aftur saman um miðjan ágúst og taka þau fyrir á ný þá. Sigmundur var þá spurður hvort honum þætti um að beita greininni, stöðva þingræður og koma málinu í atkvæðagreiðslu. „Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórnin muni beita því sem í daglegu tali er kallað kjarnorkuákvæðið,“ sagði Sigmundur. „Að beita þessari aðferð til að knýja þetta mál í gegn væri því mjög gróft. En ég geri ráð fyrir að við höldum áfram að funda á morgun og sjáum hvort hægt verði að ná niðurstöðu.“ Umrætt viðtal birtist þann 18. júní 2012, en seinna sama dag var greint frá því að búið væri að semja um þinglok, og að umrætt veiðigjaldafrumvarp færi í gegn. Þá minnast á svipað hugtak sem notað var í Morgunblaðinu árið 2005 um álíka ákvæði sem notað er til að bregðast við málþófi í Bandaríkjunum. Það er orðið „dómsdagsúrræði“. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti atkvæðinu í gærmorgun vegna langrar umræðu um Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kaus þingheimur með tillögunni. 34 kusu með og 20 á móti. Stjórnarandstaðan hafði áður en ákvæðinu var beitt í gær, og nú í kjölfar þess, gagnrýnt meirihlutann harðlega. Talað hefur verið um 71. greinina sem „kjarnorkuákvæðið“, og hefur það hugtak vakið nokkurra athygli. „Skjaldborgin er að senda kjarnorkusprengju inn á Alþingi Íslendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísaði þar til ávarps Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í fyrradag þar sem hún sagði ríkisstjórnina ætla að vernda lýðræðið í landinu. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, var á öðru máli og sagði dapurlegt að greininni væri líkt við kjarnorku. „Og öllum þeim hryllingi sem kjarnorku hefur fylgt í gegnum áratugina og söguna. Yfir því er ég mjög dapur.“ Átti sjálfur þátt í að breiða út „orðskrípið“ Orðið „kjarnorkuákvæði“ var ekki notað í fyrsta skipti um 71. greinina í þeirri umræðu um veiðigjöldin sem nú stendur yfir. Egill Helgason, menningarpáfi, bendir á, í færslu á Facebook, að hann hafi sjálfur notað hugtakið vorið 2019 þegar Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann fram og til baka. „Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea Culpa,“ skrifar Egill og deilir skoðanagreininni Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins? sem birtist á Eyjunni. Í greininni benti Egill á að málþóf þekkist í bandarískum stjórnmálum, og að þaðan sé hugtakið líklega fengið, en vestanhafs er einnig til ákvæði sem knýir fram atkvæðagreiðslu sem kallast nuclear option eða kjarnorkumöguleikinn. Svarið sem Egill gaf fyrir því að „kjarnorkuákvæðinu“ væri ekki beitt var á þá leið að flokkarnir vildu ekki afsala sér því vopni í framtíðinni. Jafnframt sagði hann að með beitingu greinarinnar gætu þeir sem stæðu í málþófi, sem voru Miðflokksmenn í því tilfelli, litið út eins og píslarvottar sem væru þaggaðir niður í þinginu. Sigmundur sagði ákvæðið gróft fyrir þrettán árum Hægt er að finna enn eldri dæmi um „kjarnorkuákvæðið“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, notaði orðið í viðtali við Morgunblaðið í júní 2012, en þá var flokkur hans í minnihluta. Þegar viðtalið var tekið var uppi sú staða í stjórnmálunum að forsetakosningar voru á næsta leyti, eftir tólf daga, og mörgum þótti ótækt að þingið væri en starfrækt með svo stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur vildi að mál sem stjórnarnandstaðan var ekki sátt, en þar var meðal annars frumvarp um veiðigjöld, með færu ekki í gegn heldur myndi þingið koma aftur saman um miðjan ágúst og taka þau fyrir á ný þá. Sigmundur var þá spurður hvort honum þætti um að beita greininni, stöðva þingræður og koma málinu í atkvæðagreiðslu. „Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórnin muni beita því sem í daglegu tali er kallað kjarnorkuákvæðið,“ sagði Sigmundur. „Að beita þessari aðferð til að knýja þetta mál í gegn væri því mjög gróft. En ég geri ráð fyrir að við höldum áfram að funda á morgun og sjáum hvort hægt verði að ná niðurstöðu.“ Umrætt viðtal birtist þann 18. júní 2012, en seinna sama dag var greint frá því að búið væri að semja um þinglok, og að umrætt veiðigjaldafrumvarp færi í gegn. Þá minnast á svipað hugtak sem notað var í Morgunblaðinu árið 2005 um álíka ákvæði sem notað er til að bregðast við málþófi í Bandaríkjunum. Það er orðið „dómsdagsúrræði“.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira