Innlent

Detti­foss nálgast endamarkið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Varðskipið Freyja bar að garði á tólfta tímanum á fimmtudagskvöld.
Varðskipið Freyja bar að garði á tólfta tímanum á fimmtudagskvöld. Landhelgisgæslan

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Áætlað er að skipið verði komið vestur af Engey upp úr klukkan sex í kvöld. Þar taka dráttarbátar Faxaflóahafna við drættinum af Freyju og koma Dettifoss upp að bryggju. Skipin tvö eru núna níu sjómílur vestur af Garðskaga en skipið varð vélarvana um 390 sjómílur suðvestur af Reykjaenstá.

Freyja kom að Dettifoss, sem er í eigu Eimskipa, að ganga miðnætti á fimmtudagskvöld og hófu nær strax að draga bátinn eftir að dráttartaug hafði verið komið upp.

Dettifoss var á leið frá Reykjavík til Nukk á Grænlandi. Í tilkynningu frá Eimskip í gær segir að vonir standi til að viðgerð taki ekki langan tíma, eftir að skipið kemur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Draga Dettifoss til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. 

Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi

Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×