Innlent

Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggva­götu

Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Fjöldi lögregluþjóna var á vettvangi í aðgerðinni sem stóð yfir í tæpan klukkutíma.
Fjöldi lögregluþjóna var á vettvangi í aðgerðinni sem stóð yfir í tæpan klukkutíma.

Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld.  Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18.

Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íbúar og viðskiptavinir veitingastaða innan afgirta svæðisins beðnir um að halda sig innandyra. 

Fréttamaður á vettvangi fékk litlar sem engar upplýsingar um stöðu mála frá lögreglumönnum á vettvangi, og var tjáð að frekari upplýsinga væri að vænta síðar. Fréttastofu barst síðan þetta myndband af sérsveitinni leiða mann út í járnum með handklæði yfir höfðinu.

Fjöldi lögregluþjóna var á vettvangi auk sérsveitarmanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi.

Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi.
Lögregluþjónn gætir svæðisins.
Lokunin náði frá Borgarbókasafninu að Gallerý I8.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×