Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 20:59 „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi. Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira