Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 20:59 „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi. Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira