Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 21:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira