Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 21:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira