Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 12:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir það furðuleg skilaboð að ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um að ákæra ekki menn sem höfðu samræði við fatlaða konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar. Mál sem þetta grafi undan trausti til réttarkerfisins. Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira