Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 12:17 Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun. vísir/kvika Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“ Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira