Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:55 Margir þingmenn eru fjarverandi á þessum sólríka laugardegi. Vísir/Anton Brink Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Á vef Alþingis má sjá að 20 þingmenn hafi verið fjarstaddir í atkvæðagreiðslum sem fóru fram á þingfundinum í dag. Á dagskrá eru fjórtan mál, þar af er búið að afgreiða tíu. Eftirfarandi þingmenn hafa verið fjarverandi í dag: Bryndís Haraldsdóttir (D), Dagur B. Eggertsson (S), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Ingibjörg Davíðsdóttir (M), Heiða Ingimarsdóttir (C), Jón Gunnarsson (D), Jón Pétur Zimsen (D), Karl Gauti Hjaltason (M), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), María Rut Kristinsdóttir (C), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Snorri Másson (M), Vilhjálmur Árnason (D), Þorgrímur Sigmundsson (M), Þórarinn Ingi Pétursson (B), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D.) Þjóðaróperan lögfest Þá er búið að klára sjö mál þar sem þriðju umræðu þeirra lauk í dag, þar á meðal stofnun þjóðaróperu sem hefur nú verið fest í lög. Fleiri samþykkt frumvörp varða meðal annars raforkuöryggi, netöryggissveit, fjáraukalög. Þá lauk annarri umræðu í dag um frumvarp er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og endurheimt ávinnings af brotum. Nú er til umræðu frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Líklegt þykir að auðveldlega takist að afgreiða öll þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag. Heljarinnar störukeppni En þingfundurinn er haldinn í skugga þráteflisins sem hefur skapast í umræðunni um hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp, sem er helsta bitbeinið í umræðum um þinglok. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að þingmenn færðust nær endamarkinu. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Á vef Alþingis má sjá að 20 þingmenn hafi verið fjarstaddir í atkvæðagreiðslum sem fóru fram á þingfundinum í dag. Á dagskrá eru fjórtan mál, þar af er búið að afgreiða tíu. Eftirfarandi þingmenn hafa verið fjarverandi í dag: Bryndís Haraldsdóttir (D), Dagur B. Eggertsson (S), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Ingibjörg Davíðsdóttir (M), Heiða Ingimarsdóttir (C), Jón Gunnarsson (D), Jón Pétur Zimsen (D), Karl Gauti Hjaltason (M), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), María Rut Kristinsdóttir (C), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Snorri Másson (M), Vilhjálmur Árnason (D), Þorgrímur Sigmundsson (M), Þórarinn Ingi Pétursson (B), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D.) Þjóðaróperan lögfest Þá er búið að klára sjö mál þar sem þriðju umræðu þeirra lauk í dag, þar á meðal stofnun þjóðaróperu sem hefur nú verið fest í lög. Fleiri samþykkt frumvörp varða meðal annars raforkuöryggi, netöryggissveit, fjáraukalög. Þá lauk annarri umræðu í dag um frumvarp er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og endurheimt ávinnings af brotum. Nú er til umræðu frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Líklegt þykir að auðveldlega takist að afgreiða öll þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag. Heljarinnar störukeppni En þingfundurinn er haldinn í skugga þráteflisins sem hefur skapast í umræðunni um hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp, sem er helsta bitbeinið í umræðum um þinglok. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að þingmenn færðust nær endamarkinu.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira