Innlent

Sex fluttir á sjúkra­hús eftir um­ferðar­slys í Hörgár­sveit

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Slysið varð í Hörgársveit í Öxnadal skammt frá Akureyri.
Slysið varð í Hörgársveit í Öxnadal skammt frá Akureyri. Vísir

Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þetta segir Inga María Warjen, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, í samtali við fréttastofu.

Búið er að opna fyrir umferð um þjóðveginn, en lokað var fyrir umferð í báðar áttir á meðan viðbragðsaðilar voru við störf á vettvangi slyssins.

Tilkynning um slysið barst lögreglu á tíunda tímanum í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru öll ökutækin óökuhæf og illa farin.

Vísir

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×