Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun