Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 13:01 Það verður líf og fjör á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Facebooksíða Írskra daga Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni. Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni.
Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira