Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2025 11:38 Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21. Visir/Viktor freyr Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira