Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 10:17 Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,7% á síðasta ári. Vísir/Lýður Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. Þar segir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,7% á síðasta ári. Í ár séu horfur á að hagvöxtur verði 2,2% og að hann verði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. Árið 2026 er reiknað með að verg landsframleiðsla aukist um 2,5% sem má að mestu rekja til bata í utanríkisviðskiptum en einnig aukningu í neyslu. Árið 2027 er gert ráð fyrir 2,8% hagvexti þar sem aukning landsframleiðslunnar verður á breiðari grunni. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 3,1% í ár. Hún jókst á fyrsta fjórðungi 2025 og vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt á árinu. Sterk fjárhagsstaða heimila, aukinn kaupmáttur og minnkandi fjármagnskostnaður munu styðja við einkaneyslu á spátímanum. Reiknað er með að samneysla vaxi um 1,6% í ár en næstu ár er gert ráð fyrir heldur hægari vexti eða 1,1% árið 2026. Reiknað er með 5% aukningu fjárfestingar í ár. Aukningin skýrist að miklu leyti af fjárfestingu í tölvubúnaði fyrir gagnaver. Á næsta ári er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti sem skýrist af grunnáhrifum vegna tölvubúnaðar en gert er ráð fyrir að önnur fjárfesting aukist lítillega, m.a. vegna batnandi fjármögnunarskilyrða og að framkvæmdir tengdar orkuöflun verði þá komnar á fullt skrið. Áætlað er að útflutningur aukist um 2,9% í ár og um 2,5% á næsta ári. Búist er við að útflutningur vegna þjónustu erlendra ferðamanna hérlendis verði álíka og á síðasta ári. Útlit er fyrir halla í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í ár sem nemur 1,4% af vergri landsframleiðslu en að þau skili afgangi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram á spátímanum. Aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðja við hjöðnun verðbólgunnar þó á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu. Reiknað er með að vísitala neysluverðs hækki um 3,8% að meðaltali í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu. Í spánni segir að óvissa hafi aukist um horfur vegna viðskiptastríðs og ófriðar í Mið-Austurlöndum. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 25. mars og er næsta útgáfa fyrirhuguð í nóvember nk. Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Þar segir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,7% á síðasta ári. Í ár séu horfur á að hagvöxtur verði 2,2% og að hann verði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. Árið 2026 er reiknað með að verg landsframleiðsla aukist um 2,5% sem má að mestu rekja til bata í utanríkisviðskiptum en einnig aukningu í neyslu. Árið 2027 er gert ráð fyrir 2,8% hagvexti þar sem aukning landsframleiðslunnar verður á breiðari grunni. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 3,1% í ár. Hún jókst á fyrsta fjórðungi 2025 og vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt á árinu. Sterk fjárhagsstaða heimila, aukinn kaupmáttur og minnkandi fjármagnskostnaður munu styðja við einkaneyslu á spátímanum. Reiknað er með að samneysla vaxi um 1,6% í ár en næstu ár er gert ráð fyrir heldur hægari vexti eða 1,1% árið 2026. Reiknað er með 5% aukningu fjárfestingar í ár. Aukningin skýrist að miklu leyti af fjárfestingu í tölvubúnaði fyrir gagnaver. Á næsta ári er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti sem skýrist af grunnáhrifum vegna tölvubúnaðar en gert er ráð fyrir að önnur fjárfesting aukist lítillega, m.a. vegna batnandi fjármögnunarskilyrða og að framkvæmdir tengdar orkuöflun verði þá komnar á fullt skrið. Áætlað er að útflutningur aukist um 2,9% í ár og um 2,5% á næsta ári. Búist er við að útflutningur vegna þjónustu erlendra ferðamanna hérlendis verði álíka og á síðasta ári. Útlit er fyrir halla í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í ár sem nemur 1,4% af vergri landsframleiðslu en að þau skili afgangi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram á spátímanum. Aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðja við hjöðnun verðbólgunnar þó á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu. Reiknað er með að vísitala neysluverðs hækki um 3,8% að meðaltali í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu. Í spánni segir að óvissa hafi aukist um horfur vegna viðskiptastríðs og ófriðar í Mið-Austurlöndum. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 25. mars og er næsta útgáfa fyrirhuguð í nóvember nk.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira