Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2025 08:31 Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun