Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. júlí 2025 21:30 Jón Steinar segir málþófið orðið að skrípaleik. Vísir/Lýður Valberg „Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Jón Steinar fjallaði um málþóf á þingi í færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni sem hefur vakið athygli. Þar sagði hann stjórnskipan landsins skýra og að meirihlutinn ráði þar. Sé möguleiki að einhver verð fyrir tjóni af völdum nýrrar lagasetningar sé rétta leiðin að leita til dómstóla, ekki stöðva lagasetninguna með málþófi. Færsla Jóns Steinars. Facebook Jón Steinar segir þjóðina kjósa sé alþingismenn og meirihluti þeirra hafi völdin á Alþingi, myndi ríkisstjórn og flytji lagafrumvörp og geti komið þeim fram jafnvel þótt stjórnarandstaðan sé mjög andvíg þeim. „Meirihlutinn getur alltaf komið fram lagafrumvörpum. Það getur tekið einhvern tíma, eins og í þessari vitleysu, þetta málþóf, en auðvitað hefur meirihlutinn valdið. Persónulega finnst mér þetta hálfgerður skrípaleikur og minnihluti Alþingis verður bara að sætta sig við það að hann er ekki við völd.“ Hann geti reynt að hafa áhrif á afgreiðslu mála en geti ekki hindrað það að mál sem ríkisstjórnin sé staðráðin í að koma fram fái framgöngu. Dómstólar séu betri leið Jón Steinar segir að ef lög eru samþykkt sem svo einhverjir telji að stangist á við önnur lög eða valdi tjóni þá sé hægt að leita til dómstóla. „Ef einhver telur að það sé brotinn lagalegur réttur á sér eða sínum hagsmunum, eða ef menn telja að mannréttindi þeirra séu skert með einhverjum hætti, þá eru dómstólar leiðin.“ Hægt sé að höfða mál á hendur íslenska ríkisins vegna tjóns sem þeir telja sig verða af lagasetningunni. Allir hafi þennan rétt og geti iðkað hann. „En þeir geta ekki hindrað að lögin séu samþykkt af meirihluta Alþingis. Lýðræðið okkar snýst um það að meirihluti alþingismanna sem kosinn er í lýðræðislegum kosningum hefur hinn raunverulegu völd í þinginu.“ Verði að virða stjórnskipulagið Hann telur réttast fyrir stjórnarandstöðuna að láta af málþófi. Það sé gott að nýta þann rétt sem þau hafa til að andmæla en þetta sé komið langt út fyrir það. „Auðvitað eiga menn bara að láta í minni pokann þegar þeir eru í minni pokanum. Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn með það. Við erum með ákveðið stjórnskipulag í landinu og við verðum öll að virða það og sætta okkur við það, þó við ráðum ekki málum þegar aðrir gera það.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar og þriðji varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, tekur sæti Áslaugar Örnu á Alþingi á morgun föstudag. 3. júlí 2025 17:17 Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. 3. júlí 2025 13:35 Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. 3. júlí 2025 10:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Jón Steinar fjallaði um málþóf á þingi í færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni sem hefur vakið athygli. Þar sagði hann stjórnskipan landsins skýra og að meirihlutinn ráði þar. Sé möguleiki að einhver verð fyrir tjóni af völdum nýrrar lagasetningar sé rétta leiðin að leita til dómstóla, ekki stöðva lagasetninguna með málþófi. Færsla Jóns Steinars. Facebook Jón Steinar segir þjóðina kjósa sé alþingismenn og meirihluti þeirra hafi völdin á Alþingi, myndi ríkisstjórn og flytji lagafrumvörp og geti komið þeim fram jafnvel þótt stjórnarandstaðan sé mjög andvíg þeim. „Meirihlutinn getur alltaf komið fram lagafrumvörpum. Það getur tekið einhvern tíma, eins og í þessari vitleysu, þetta málþóf, en auðvitað hefur meirihlutinn valdið. Persónulega finnst mér þetta hálfgerður skrípaleikur og minnihluti Alþingis verður bara að sætta sig við það að hann er ekki við völd.“ Hann geti reynt að hafa áhrif á afgreiðslu mála en geti ekki hindrað það að mál sem ríkisstjórnin sé staðráðin í að koma fram fái framgöngu. Dómstólar séu betri leið Jón Steinar segir að ef lög eru samþykkt sem svo einhverjir telji að stangist á við önnur lög eða valdi tjóni þá sé hægt að leita til dómstóla. „Ef einhver telur að það sé brotinn lagalegur réttur á sér eða sínum hagsmunum, eða ef menn telja að mannréttindi þeirra séu skert með einhverjum hætti, þá eru dómstólar leiðin.“ Hægt sé að höfða mál á hendur íslenska ríkisins vegna tjóns sem þeir telja sig verða af lagasetningunni. Allir hafi þennan rétt og geti iðkað hann. „En þeir geta ekki hindrað að lögin séu samþykkt af meirihluta Alþingis. Lýðræðið okkar snýst um það að meirihluti alþingismanna sem kosinn er í lýðræðislegum kosningum hefur hinn raunverulegu völd í þinginu.“ Verði að virða stjórnskipulagið Hann telur réttast fyrir stjórnarandstöðuna að láta af málþófi. Það sé gott að nýta þann rétt sem þau hafa til að andmæla en þetta sé komið langt út fyrir það. „Auðvitað eiga menn bara að láta í minni pokann þegar þeir eru í minni pokanum. Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn með það. Við erum með ákveðið stjórnskipulag í landinu og við verðum öll að virða það og sætta okkur við það, þó við ráðum ekki málum þegar aðrir gera það.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar og þriðji varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, tekur sæti Áslaugar Örnu á Alþingi á morgun föstudag. 3. júlí 2025 17:17 Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. 3. júlí 2025 13:35 Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. 3. júlí 2025 10:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar og þriðji varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, tekur sæti Áslaugar Örnu á Alþingi á morgun föstudag. 3. júlí 2025 17:17
Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. 3. júlí 2025 13:35
Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. 3. júlí 2025 10:32