„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 15:31 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“ Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“
Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira