Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:30 Jóhann Már Helgason segir vel hægt að setja gott regluverk í kringum bjórsölu á knattspyrnuleikjum sem sýni sig að haldi uppi stemningu og trekki áhorfendur að. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“ Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira